Námskeiðinu er ætlað að undirbúa nemendur fyrir þáttöku á atvinnumarkaði. Fjallað er um stofnun fyrirtækja, helstu starfssamninga og skyldur sem þeim fylgja fyrir verktaka og verkkaupa, eða launþega og vinnuveitanda. Farið er yfir opinber gjöld sem standa þarf skil á s.s. virðisaukaskatt, lífeyrissjóðsgjöld, félagsgjöld o.s.fv. Nemendur vinna í hópum, og þróa sínar eigin viðskiptahugmyndir og vinna viðskiptaáætlanir. Á námskeiðinu verður einnig farið í verkefnastjórn, áætlanagerð og styrkumsóknir í samkeppnissjóði. Sérstaklega verða tekin fyrir dæmi úr myndmiðlaiðnaðinum á Íslandi.