Handrit & Leikstjórn

Fyrir þá sem vilja fylgja eigin hugmyndum alla leið

H
andrit/andrits- og leikstjórnardeildin býður upp á fjölbreytt og krefjandi nám fyrir þá sem vilja skrifa og leikstýra sínum eigin handritum. Deildin býður upp á metnaðarfullt nám þar sem nemendur þurfa að vinna að mörgum handritum samhliða, ásamt því að leikstýra stuttmynd eftir eigin handriti í lok hverrar annar.

Áherslusvið deildarinnar, eins og nafnið getur til kynna, eru handrit og leikstjórn. Deildin hentar mjög hugmyndaríkum einstaklingum með góða ritfærni og getu til að miðla hugmyndum sínum..

Í handritsgerð fá nemendur kennslu í öllum helstu tegundum handritsgerðar, allt frá stuttmyndum, sjónvarpsþáttum, heimildarmyndum til kvikmynda í fullri lengd og fá tækifæri til að spreyta sig og öðlast reynslu í skrifum á þessum margvíslegu formum..

Leikstjórn er önnur aðalnámsgrein deildarinnar. Nemendur eru kynntir fyrir starfi leikarans og annarra náinna samstarfsmanna leikstjórans, eins og myndatökumanni, hljóðhönnuði ofl. og fá þannig reynslu til að þroskast sem leikstjórar, þ.e. listrænir yfirmenn kvikmyndaverka. Einnig er veitt markviss þjálfun í myndrænni frásögn, leikstjórn eigin handrita og annarra..

Markmið námsins er að við útskrift hafi nemandinn öðlast góðan skilning á grundvallarlögmálum kvikmyndagerðar og sé fær um að vinna sjálfstætt að eigin kvikmyndaverkum, sem leikstjóri, handritshöfundur eða hvort tveggja. Við viljum fá inn nemendur með listræna sýn og mikinn metnað og skila þeim í bransann sem heilsteyptum höfundum..

Að loknu námi bíða nemenda fjölbreytt atvinnutækifæri í heimi sem kallar í vaxandi mæli á efni í myndformi. Hér er um að ræða störf hjá kvikmyndafyrirtækjum sjónvarpsstöðvum, auglýsingastofum, útgáfu-fyrirtækjum og víðar..

Kennarar og leiðbeinendur deildarinnar eru starfandi handritshöfundar, leikstjórar, framleiðendur og annað reynslumikið fagfólk úr kvikmyndabransanum.

Fagstjórar í Handrit & Leikstjórn

Gunnar_400x380_fagstjorar Gunnar B. Guðmundsson

Fagstjóri Handrita í Fullri Lengd
er leikstjóri og handritshöfnundur. Hefur unnið jöfnum höndum í kvikmyndum, sjónvarpi og leikhúsi. Hann hefur gert bíómyndirnar Astrópíu 2007 og Gauragang 2010 og fjölda stuttmynda eins og Karamellumyndina 2003 og Á blindflugi 1997. Hann skrifaði og leikstýrði áramótaskaupi sjónvarpssins fjórum sinnum árin 2009-2012. Gunnar Björn hefur leikstýrt 27 leiksýnungum og leikstýrði fjórðu seríu af Ævari Vísindamanni.
otto_400x380_fagstjorar Ottó Geir Borg

Fagstjóri Tegundir Handrita
hefur unnið við handritsskrif, ráðgjöf og kennslu undanfarin 20 ár. Hann hefur komið víða við í sjónvarpi og í kvikmyndum. Fyrsta kvikmynd eftir handriti hans, Astrópía, var vinsælasta kvikmynd ársins 2007 og nú nýverið kom Ég Man Þig á hvíta tjaldið og hefur sú mynd hlotið frábærar viðtökur.
Hilmar-Oddsson_400x380_fagstjorar
Hilmar Oddsson

Fagstjóri leikstjórnar
lærði kvikmyndgerð við Hochschule für Fernsehehen und Film í München í Þýskalandi. Hann frumsýndi sína fyrstu bíómynd 1986 og síðan hefur Hilmar gert 5 bíómyndir, 5 sjónvarpsmyndir og 5 stuttmyndir og yfir 25 tónlistarmyndbönd. Hann hefur gert fjölda heimildarmynda og yfir hundrað sjónvarpsþætti. Þar að auki hefur hann leikstýrt og stjórnað upptökum á tveimur “sitcom” seríum og leikstýrt auglýsingum og allra handa fræðsluefni. Hilmar hefur fjallað um kvikmyndir í sjónvarpi og eftir hann liggur fjöldi greina um kvikmyndatengd málefni. Hilmar hefur kennt kvikmyndagerð og kvikmyndaleik í tvo áratugi, m.a. við Listaháskóla Íslands og Kvikmyndaskóla Íslands, sem hann veitti forstöðu 2010 til 2017.
Námskeið
Leikin bíómynd 1 | BÍÓ 103
Leikstjórn 1 | LST 103
Lög og reglur | LOR 104
Teg. leikins sjónvarpsefnis | TLS 102
Myndræn frásögn 1 | MFA 102
Lokaverkefni 1 | LOH 106
Tæki og tækni 1 | TÆK 106
Samstarf milli deilda | SAM 102
Kvikmyndasaga 1 | KMS 102
Leikin bíómynd 2 | BÍÓ 202
Leikstjórn 2 | LST 205
Leikinn sjónvarpsþáttur | LSÞ 104
Heimildarmyndir | HEH 102
Listasaga 1 | LIS 102
Lokaverkefni 2 | LOH 206
Tæki og tækni 2 | TÆK 204
Samstarf milli deilda | SAM 203
Kvikmyndasaga 2 | KMS 202
Leikin bíómynd 3 | BÍÓ 307
Leikstjórn 3 | LST 303
Leikrit/Svið | SVI 103
Aðlögun| AÐL 102
Lokaverkefni 3 | LOH 306
Myndmál og meðferð þess | MYN 104
Samstarf milli deilda | SAM 303
Kvikmyndasaga 3 | KMS 302
Leikin bíómynd 4 | BÍÓ 405
Leikstjórn 4 | LST 404
Hugmyndir 2 | HUG 202
Valfag | VAL 102
Framleiðsla | FRH 102
Lokaverkefni 4 | LOH 408
Samtíminn | SAT 102
Samstarf milli deilda | SAM 401
Kvikmyndasaga 4 | KMS 402
Samningar og kjör | VER 102

Umsagnir nemenda

Tími minn í Kvikmyndaskólanum var æðislegur. Lærði af færasta fólkinu í bransanum og myndaði ómetanleg tengsl við fólk sem ég vinn með í dag. Núna er ég m.a að vinna í fyrstu heimildarmynd minni í fullri lengd með styrk frá Kvikmyndamiðstöð. Er einnig með tvær stuttmyndir á hátíðarrúnti um heiminn. Ein þeirra er útskriftamynd mín úr skólanum, Smástirni sem hefur m.a verið sýnd á Sarasota film festival, Citizen Jane o.fl.

​​Lovísa Lára Halldórsdóttir, Útskrifaðist vorið 2014
Árin í Kvikmyndaskólanum voru frábær. Þar sem ber hæst er tvennt. Annars vegar fékk ég að kynnast hvernig reynslumiklir handritshöfundar og leikstjórar, sem kenndu við skólann, nálgast sitt fag og ættleiddi ég samstundis þær aðferðir sem ég vissi að myndu bæta mig sem kvikmyndagerðarmann. Og hins vegar kynntist maður krökkum sem ætluðu sér langt í kvikmyndagerð og voru tilbúin að slást í för með mér að gera bíómynd í fullri lengd, Albatross sem var sýnd í kvikmyndahúsum um allt land núna fyrr árinu, en mannskapurinn sem kom að henni var mest allur árgangssystkini mín. Eftir skóla hef ég skrifað nokkur handrit og eitt þeirra komst í gegnum handritastyrksþrepin hjá Kvikmyndasjóði. Nú þegar er hafið ferli að reyna að fjármagna þá mynd sem er í fullri lengd. Á milli handrita hef ég unnið hin ýmsu störf á kvikmyndasetti til að eiga fyrir leigunni og má þar nefna Þresti eftir Rúnar Rúnars og svo Ég Man Þig eftir Óskar Axels.
Snævar Sölvi Sölvason, Útskrifaður vorið 2014
Kvikmyndaskóli Íslands